-7.1 C
Selfoss

Alhvít jörð í morgunsárið

Vinsælast

Mörgum brá eflaust í brún þegar þau vöknuðu í morgun og sáu alhvíta jörðina úti. Margir nýkomnir á sumardekkin, enda vika liðin af sumri, áttu í vandræðum með ferðir sínar í morgun. Góðu fréttirnar eru þær að þessi síðbúna snjókoma á að stoppa stutt. Framundan er austlæg átt, 3-8 metrar á sekúndu, og snjókoma eða slydda með köflum. Vægt frost verður að næturlagi en hiti 1 til 5 stig yfir daginn. Í langtímaspá Veðurstofunnar er engin ofankoma á Suðurlandi fyrr en um miðja næstu viku.

Allar helstu leiðir á Suðurlandi eru opnar sem stendur, en fara skal varlega þar sem snjóþekja, hálka, hálkublettir eða krapi eru víða.

Nýjar fréttir