-11.6 C
Selfoss

Hörkuspennandi leikur Hamars og KA

Það er skammt stórra högga á milli í íþróttalífi Hvergerðingar þessa dagana. Á mánudag tryggði körfuboltalið Hamars sér sæti í efstu deild karla á næstu leiktíð og í gærkvöld hóf karlalið félagsins í blaki titilvörn sína í lokaviðureigninni um Íslandsmeistaratitilinn.

Deildarmeistarar Hamars eiga heimaleikjaréttinn og tóku þeir því á móti KA mönnum í Hveragerði í gærkvöld. Leikurinn var hörkuspennandi þrátt fyrir 3-1 sigur heimamanna og lofar góðu fyrir það sem koma skal í viðureign liðanna.
Heimamenn reyndust sterkari á lokasprettinum í fyrstu tveimur hrinunum og unnu þær báðar 25-21.
Þriðja hrina var hörkuspennandi og var m.a. jafnt 15-15 og 18-18. Eftir það skriðu KA menn frammúr og unnu hrinuna 25-23. Í fjórðu hrinu var frumkvæðið heimamanna en KA menn voru aldrei langt undan. Líkt og í fyrstu tveimur hrinunum þá voru Hamarsmenn sterkari á lokasprettinum og unnu hrinuna 25-20 og leikinn þar með 3-1.
Næsti leikur liðanna fer fram á Akureyri miðvikudaginn 3. maí.

Fleiri myndbönd