0.6 C
Selfoss

ML 70 ára

Miðvikudagurinn 12. apríl, afmælisdagur ML rann upp bjartur og fagur. Eftir morgunverð var hringt til afmælishúsfundar þar sem skólameistari fór yfir dagskrá dagsins og afhenti nemendum og starfsfólki afmælisgjöf, bláan ægifínan bakpoka með merki skólans og nafni viðkomandi prentað á framhlið.

Eftir húsþing drógu nokkrir nemendur fram gítara og nemendur þöndu raddböndin á söngsal að gamalli hefð.

Hátíðardagskrá í íþróttahúsi hófst kl. 13:00. Viðstaddir voru fjölmargir gestir. Forseti Íslands heiðraði afmælisbarnið með nærveru sinni, nemendur og starfsfólk skólans fyrr og nú auk margra annara velunnara.

Dagskráin var svohljóðandi:

  • Skólameistari setti afmælishátíðina
  • Forseti Íslands ávarpaði samkomuna
  • ML kórinn söng tvö lög
  • Gunnar Þorgeirsson, formaður skólanefndar ML, ávarpaði samkomuna
  • Gunnar Júlíusson listamaður og ML-ingur afhjúpaði málverk af fráfarandi skólameistara, Halldóri Páli Halldórssyni
  • Halldór Páll Halldórsson flutti stutta kveðjuræðu
  • Skólameistari lokaði síðan athöfninni með nokkrum orðum og kór ML og allir gestir sungu saman skólasönginn.
Hjónin Valgerður Sævarsdóttir, forstöðumaður bókasafns ML og Halldór Páll Halldórsson, fyrrum skólameistari ML brostu sínu blíðasta. Ljósmynd: ML/Ívar Sæland.

Eftir hátíðardagskrá var opið hús í Menntaskólanum. Boðið var upp á afmælisköku og aðrar veitingar í matsal og um allan skóla voru sýningar á ýmsu úr skólastarfinu frá fornu og nýju.

Menntskælingar vikunnar voru til sýnis í afmælinu, dagskrárliður sem við hjá Dagskránni/DFS.is fórum af stað með í aðdraganda afmælisins. Ljósmynd: ML/Ívar Sæland.

Menntskælinga vikunnar má skoða betur hér: Ninna og Leó, Kristín og Einar, Þórólfur og Birna, Óskar, Óskar og Óskar, Elva, Erla og Ólöf.

Hér eru fjölmargar myndir sem ljósmyndari skólans, Ívar Sæland tók í afmælinu.

Fleiri myndbönd