0.6 C
Selfoss

Hamar spilar í Subway-deildinni á næsta tímabili 

Vinsælast

Hamar tryggði sér í kvöld sæti í Subway-deild karla eftir spennandi sigur í oddaleik á móti Skallagrími frá Borganesi. Stemningin í Hveragerði í kvöld var rafmögnuð. Hávaðinn var það mikill að bæði leikmenn og áhorfendur þurftu að hafa sig alla við við að heyra í flautu dómaranna. 

Leikurinn var mjög jafn þar sem liðin skiptust á að leiða. Hamarsmenn voru hinsvegar betri á lokasprettinum og tryggðu sér góðan sigur 93-81. Undanfarin ár hafa Hamarsmenn verið í toppbaráttu 1. deildarinnar og oft komist mjög nálægt því að tryggja sér sæti í úrvalsdeildinni og því vel skiljanlegt að allt hafi ætlað um koll keyra þegar leikklukkan rann út. Leyfum myndunum að tala sínu máli. 

Til hamingju Hamar og Hvergerðingar!

Nýjar fréttir