-10.3 C
Selfoss

Úrslit í Suðurlandsdeild Cintamani 2023

Lokakvöld Suðurlandsdeildar Cintamani í hestaíþróttum í Rangárhöllinni á Hellu fór fram sl. þriðjudagskvöld. Keppt var í tveimur greinum, skeiði og tölti. Staðan fyrir lokakvöldið var hnífjöfn á meðal efstu tveggja liða en Nonnenmacher leiddi og þar á eftir kom Árbæjarhjáleiga/Hjarðartún, það var svo mjótt á munum hjá liðunum í sæti þrjú til sex.

Það fór svo að lið Árbæjarhjáleigu/Hjarðartúns stóð uppi sem sigurvegari deildarinnar annað árið í röð. Í öðru sæti var lið Nonnenmacher og Vöðlar/Snilldarverk/Sumarliðabær í því þriðja. Við óskum liðunum innilega til hamingju með frábæran árangur í vetur!

Hér má sjá heildarniðurstöðu Suðurlandsdeildar Cintamani í hestaíþróttum 2023.

Sæti Lið Stig
1. Árbæjarhjáleiga / Hjarðartún 376
2. Nonnenmacher 342
3. Vöðlar / Snilldarverk / Sumarliðabær 333
4. Húsasmiðjan 312
5. Black Crust Pizzeria 311
6. Töltrider 305
7. Hemla / Hrímnir / Strandarhöfuð 276
8. Krappi 262,5
9. Múli hrossarækt / Hestasál ehf. 189,5
10. Dýralæknir Sandhólaferju 176
11. Syðri-Úlfsstaðir / Traðarás 174
12. Nagli 166,5
13. Fiskars 71,5

Það er því miður svo að neðstu tvö liðin detta úr deildinni en þau hafa samt sem áður staðið sig frábærlega í vetur og þökkum við þeim kærlega fyrir þátttökuna í deildinni. Önnur lið hafa áunnið sér áframhaldandi keppnisrétt.

Við þökkum öllum sem komið hafa að deildinni í vetur, þetta var magnað tímabil!

Úrslit kvöldsins voru eftirfarandi:

Í skeiðinu voru margir frábærir sprettir en það fór svo að lið Húsasmiðjunnar og lið Black Crust Pizzeria voru jöfn í liðkeppninni. Bestu spretti kvöldsins áttu í flokki atvinnumanna Helga Una Björnsdóttir og Jarl frá Kílhrauni sem flugu í gegnum Rangárhöllina á tímanum 5.53 sek en þau kepptu fyrir lið Nonnemacher og í flokki áhugamanna Sanne Van Hezel á Völundi frá Skálakoti sem flugu í gegnum Rangárhöllina á tímanum 5.88 sek en þau kepptu fyrir lið Húsasmiðjunnar.

Efstu sex í skeiði má sjá hér en nánari niðurstöður má sjá í LH Kappa appinu.

Atvinnumenn

Sæti Knapi Hross Tími Lið
1 Helga Una Björnsdóttir Jarl frá Kílhrauni 5,53 Nonnenmacher
2 Hans Þór Hilmarsson Vorsól frá Stóra-Vatnsskarði 5,58 Árbæjarhjáleiga /Hjarðartún
3 Sigurður Sigurðarson Drómi frá Þjóðólfshaga 1 5,70 Krappi
4 Hjörvar Ágústsson Orka frá Kjarri 5,77 Töltrider
5 Bjarni Sveinsson Sturla frá Bræðratungu 5,92 Múli hrossarækt / Hestasál ehf
6 Hlynur Guðmundsson Klaustri frá Hraunbæ 5,96 Black Crust Pizzeria

Áhugamenn

Sæti Knapi Hross Tími Lið
1 Sanne Van Hezel Völundur frá Skálakoti 5,88 Húsasmiðjan
2 Vilborg Smáradóttir Klókur frá Dallandi 5,99 Black Crust Pizzeria
3 Gyða Sveinbjörg Kristinsdóttir Snædís frá Kolsholti 3 6,01 Nagli
4 Helgi Gíslason Hörpurós frá Helgatúni 6,07 Múli hrossarækt / Hestasál ehf
5 Brynjar Nói Sighvatsson Tígull frá Bjarnastöðum 6,11 Töltrider
6 Sophie Dölschner Sæla frá Hemlu II 6,19 Hemla / Hrímnir / Strandarhöfuð

Keppnin í tölti var æsispennandi og hestakosturinn alveg hreint magnaður í báðum flokkum. Ljóst var að allt þyrti að ganga upp hjá liðum Nonnenmacher og Árbæjarhjáleigu/Hjarðartúns því baráttan um fyrsta sæti deildarinnar var ennþá hnífjöfn eftir skeiði.

Lið Töltrider sigraði liðakeppni í tölti sem var svo sannarlega viðeigandi. Lið Töltrider átti tvo knapa í úrslitum og tvo rétt fyrir utan. Elvar Þormarsson og Heilun frá Holtabrún lentu í 3. – 4. sæti og Hjörvar Ágústsson og Öld frá Kirkjubæ enduðu í 9. Sæti í flokku atvinnumanna. Brynjar Nói Sighvatsson og Urður frá Strandarhjáleigu lentu í 3. Sæti og Þórunn Kristjánsdóttir á Dimmu frá Eystri-Hól voru næstu fyrir utan úrslit í flokku áhugamanna. Glæsilegur árangur hjá liði Töltride.

Ljóst var eftir töltkeppnina að lið Árbæjarhjáleigu/Hjarðartúns hafði sigrað deildina í ár en knapar þeirra sigruðu bæði flokk áhugamanna og atvinnumanna. Það voru þau Hekla Katharína Kristinsdóttir á Lilju frá Kvistum sem hlutu 7.67sem sigruðu flokk atvinnumanna og Hermann Arason á Náttrúnu Ýr frá Herríðarhóli sem hlutu 7.40 sem sigruðu flokk áhugamanna.

Úrslit atvinnumanna:

Sæti Knapi Hross Einkunn Lið
1 Hekla Katharína Kristinsdóttir Lilja frá Kvistum 7,67 Árbæjarhjáleiga / Hjarðartún
2 Kristín Lárusdóttir Strípa frá Laugardælum 7,44 Black Crust Pizzeria
3-4 Ólafur Ásgeirsson Fengsæll frá Jórvík 7,33 Vöðlar / Snilldarverk / Sumarliðabær
3-4 Elvar Þormarsson Heilun frá Holtabrún 7,33 Töltrider
5 Vignir Siggeirsson Kveikja frá Hemlu II 7,28 Hemla / Hrímnir / Strandarhöfuð
6 Jóhann Kristinn Ragnarsson Kvarði frá Pulu 7,17 Vöðlar / Snilldarverk / Sumarliðabær

Úrslit áhugamanna

Sæti Knapi Hross Einkunn Lið
1 Hermann Arason Náttrún Ýr frá Herríðarhóli 7,39 Árbæjarhjáleiga / Hjarðartún
2 Katrín Sigurðardóttir Ólína frá Skeiðvöllum 7,17 Húsasmiðjan
3 Brynjar Nói Sighvatsson Urður frá Strandarhjáleigu 6,72 Töltrider
4 Sarah Maagaard Nielsen Djörfung frá Miðkoti 6,67 Húsasmiðjan
5-6 Vilborg Smáradóttir Sigur frá Stóra-Vatnsskarði 6,61 Black Crust Pizzeria
5-6 Birna Olivia Ödqvist Tindur frá Árdal 6,61 Nonnenmacher
7 Aasa Elisabeth Emelie Ljungberg Von frá Sumarliðabæ 2 6,44 Vöðlar / Snilldarverk / Sumarliðabær

 

Rangárhöllin

Fleiri myndbönd