-0.7 C
Selfoss

Daði Freyr kemur fram á úrslitakvöldi Eurovision

Vinsælast

Rangæingurinn Daði Freyr Pétursson sem, að mati margra, sigraði í Söngkeppni Evrópskra sjónvarpsstöðva sem aldrei var þó haldin árið 2020, með laginu Think about things, og lenti í fjórða sæti árið 2021 með laginu 10 years, fær loksins að stíga á svið á úrslitakvöldi Eurovision. Daði og Gagnamagnið fengu aldrei að stíga á svið á úrslitakvöldinu vegna kórónuveirusmits innan bandsins og verður því kærkomið fyrir áhorfendur að fá að sjá þennan hæfileikaríka tónlistarmann okkar Sunnlendinga koma fram í eigin persónu á úrslitakvöldinu.

„Ég vona að þetta náist núna í fjórðu tilraun,“ grínast Daði í samtali við Dagskrána. „Ég hugsa að ég þurfi bara að sleppa því að keppa og þá á ég eftir að komast á svið í beinni.

Daði Freyr verður hluti af síðasta skemmtiatriði úrslitakvöldsins þar sem hann og aðrir tónlistarmenn flytja atriðið The Liverpool Songbook, en að eigin sögn þá mun Daði taka eitt vel hresst lag frá Bítlaborginni. Í atriðinu verður tónlistarsaga Liverpool heiðruð.

Nýjar fréttir