Björgunarsveitir á Suðurlandi voru kallaðar út til aðstoðar ferðafólki í nótt þar sem talsverð ófærð varð við Pétursey og nokkur fjöldi bíla sat þar fastur.
„Yfir 50 manns var komið til bjargar á þessum slóðum, um 30 voru fluttir á fjöldahjálparstöð sem opnuð var í Vík í Mýrdal, og öðrum var komið fyrir í annari gistingu. Einhverjir gátu haldið áfram för, en veður austan Víkur var skaplegra færi. Um fimm í morgun hafði öllum verið komið til aðstoðar og björgunarfólk hélt heim. Fjöldi bíla var hins vegar skilinn eftir við Pétursey og verkefni morgunsins hafa verið að koma fólki aftur að bílunum og losa þá,“ segir í tilkynningu frá Landsbjörgu.