-3.4 C
Selfoss

Píanótónleikar á Risinu

Sævar Helgi Jóhannsson, Eðvarð Egilsson og Miro Kepinski eru að fara af stað með litla tónleikaröð í tilefni alþjóðlega Píanódagsins sem er í dag, 29. mars, 88. dag ársins, en nótur á píanói eru einmitt 88 talsins.

Tónleikaröðin kemur við á Risinu Vínbar í miðbæ Selfoss þar sem þeir félagar ætla að spila annað kvöld, en tónleikarnir hefjast klukkan 20:00. „Við höfum samið fyrir leikrit, sjónvarp og kvikmyndir og deilum ástríðu fyrir þessu fallega hljóðfæri, auk þess sem við erum allir að vinna í að gefa út nýja tónlist,“ segir Sævar í samtali við Dagskrána.

Fleiri myndbönd