Eins og margir hafa sannreynt eru laugardagsmorgnar á Bókasafninu sérlega líflegir. Síðasta laugardag var bókin Tæknitröll og íseldfjöll, eftir sendiherra Breta á Íslandi, Dr. Bryony Mathew í aðalhlutverki. Af því tilefni komu góðir sendiráðsgestir í heimsókn.
Næsta laugardag, 18. mars, verður Greppiklóarmorgunn. Tilefnið er endurútgáfa hinnar sívinsælu bókar um Greppikló sem Þórarinn Eldjárn þýddi svo snilldarlega og hefur verið ófáanleg í mörg ár. Leikfélag Selfoss sér um upplestur úr bókinni kl. 13.00 og í framhaldinu verður farið í Greppiklóar ratleik og sannir aðdáendur Greppiklóar frá barmmerki frá aðdáendaklúbbi Greppiklóar.