-3.2 C
Selfoss

Fjársjóður í ferðaþjónustu á Suðurlandi

Tveir opnir fundir framundan hjá Markaðsstofu Suðurlands, Samtökum ferðaþjónustunnar og Hæfnisetrinu.

Það má með sanni segja að starfsfólk ferðþjónustunnar séu fjársjóður. Hvernig aukum við hæfni þessa starfsfólks? Þessari spurningu ætlar Markaðsstofa Suðurlands, Samtök ferðaþjónustunnar ásamt Hæfnisetrinu að reyna að svara með þriggja funda röð á Suðurlandi undir heitinu „Aukin hæfi starfsfólks – fjársjóður í ferðaþjónustu“.

Fyrsti fundurinn fer fram í Víkþann 16. mars þar sem fundurinn mun fara fram í Leikskálum og sá næsti í Tryggvaskála á Selfossi þann 21. mars.

Fjölmörg erindi verða á fundunum ásamt reynslusögum ferðaþjónustuaðila frá svæðinu.

Aðgangur er ókeypis en nauðsynlegt er að skrá sig.

Skráning, dagskrá og nánari tímasetningar fundanna má finna hér.

Fleiri myndbönd