4.5 C
Selfoss

Strandveiðar í stórsókn

Vinsælast

Aðalfundur Strandveiðifélags Íslands var haldinn þann 5.mars sl.á eins árs afmælisdegi félagsins. Strandveiðifélag Íslands var stofnað 5.mars 2022 í gamla Stýrimannaskólanum við Öldugötu. Félagið telur um 300 manns og ágæt mæting var á fundinn.

ilgangur félagsins er að standa vörð um og berjast fyrir rétti almennings til handfæraveiða við Íslandsstrendur og koma í veg fyrir mismunun í lögum um fiskveiðistjórnun sem brýtur í bága við stjórnarskrá landsins sem er staðfest alþjóðlega og innanlands.
Það var þungt yfir fólki á fundinum vegna nýjasta útspils matvælaráðherra um svæðaskiptingu og bráðabirgðatillagna frá verkefninu Auðlindin okkar. Strandveiðifélag Íslands á fulltrúa í sjávarútvegsnefndinni en ekki í starfshópunum í því verkefni. Augljóst var af bráðabirgðatillögunum að dæma að ekki var tekið tillit til neins af þeim leiðum, lausnum og sjónarmiðum sem við komum á framfæri á fundunum. Mátti skilja sem svo að Auðlindin okkar miði gagngert að því útrýma strandveiðum.

Ákveðið var að láta ekki deigan síga, heldur halda áfram okkar striki og fara af krafti í baráttu svo handfæraveiðar leggist ekki af. Þetta eru okkar umhverfisvænustu veiðar, bæði hvað varðar olíunotkun, veiðarfæri og verndun hafsbotns. Við teljum þjóðina með okkur í liði.

Nýr formaður var kjörinn Kjartan Páll Sveinsson. Kjartan er strandveiðimaður og félagsfræðingur. Hann lauk BA gráðu í mannfræði við Háskóla Íslands og er með doktorspróf í félagsfræði frá London School of Economics. Kjartan hefur starfað á sviði rannsókna og opinberrar stefnumótunar í nær 20 ár, bæði á Íslandi og í Bretlandi, en hafið á hug hans og hjarta.

Ný stjórn var kjörin:

Axel Örn Guðmundur Geirdal
Álfheiður Eymarsdóttir
Birgir Haukdal Rúnarsson
Friðjón Ingi Guðmundsson
Gísli Einar Sverrisson
Gísli Páll Guðjónsson
Halldóra Kristín Unnarsdóttir
Hjörtur Sævar Steinason
Þórólfur Júlían Dagsson

Stjórn Strandveiðifélags Íslands.

Nýjar fréttir