Ívan Gauti Ívarsson, nemandi í 5.bekk í Barnaskólanum á Eyrarbakka og Stokkseyri, var einn af tveimur sigurvegurum í aldursflokki nemenda í 1.-5. bekk í ensku smásögukeppninni sem haldin er á vegum Félag enskukennara á Íslandi.
Hann tók á móti viðurkenningarskjali og bókaverðlaunum á Bessastöðum fimmtudaginn 2. mars og afhenti Eliza Jean Reid, forsetafrú Íslands, honum viðurkenningarskjalið. Þema keppninnar var “Power” og hét saga Ívans Super family.