-10.3 C
Selfoss

Hamar HSK meistari í blaki karla

HSK móti karla í blaki er lokið þetta árið, en seinni umferðin fór fram á Flúðum þann 27. febrúar. Þrjú lið tóku þátt í ár. Hamar varð HSK meistari annað árið í röð og í sjötta sinn frá upphafi. Liðið vann átta hrinur og tapaði tveimur. Hrunamenn urðu í öðru sæti með sex unnar hrinur og fimm tapaðar. Laugdælir urðu svo í þriðja sæti.

Þess má geta að mótið hefur farið fram árlega frá árinu 1974, nema hvað það féll niður í tvö ár á tímum heimsfaraldurs.  Mótið á næsta ári verður því 50 ára afmælismót.

Fleiri myndbönd