-0.7 C
Selfoss

Jarðhræringar í Mýrdalsjökli

Samkvæmt vef veðurstofu Íslands mældist skjálfti 3.2 að stærð í Mýrdalsjökli í dag kl 14:36. Í gær mældust níu jarðskjálftar í Mýrdalsjökli, þar af mældust sjö þeirra uppúr klukkan hálf átta gærkvöld. Stærsti skjálftinn var 2,6 að stærð og varð kl. 19:33. Skjálftarnir eru á stærðarbilinu 1,5-2,6. Svona jarðskjálftavirkni er tiltölulega algeng í Mýrdalsjökli. Svipuð virkni, þó með stærri skjálftum yfir 3 að stærð, varð síðast í desember og nóvember 2022.

Náttúruvárvakt Veðurstofunnar fylgist áfram með stöðunni í Mýrdalsjökli.

Fleiri myndbönd