Leikhópurinn í Menntaskólanum að Laugarvatni er nú í óðaönn að setja upp leiksýninguna Sódóma Reykjavík en frumsýning verður þann 2. mars nk, kl 20:00. Hópurinn hefur unnið hörðum höndum að þessu verki og eru þau meira en spennt að fá loksins að sýna almenningi afrekið.
Leikstjórar verksins eru Agnes Fríða Þórðardóttir og Ragnar Leó Sigurgeirsson, nemendur í öðrum bekk við Menntaskólann að Laugarvatni, en þau skrifuðu sjálf handrit að leikritinu sem byggt er á kvikmyndinni um Sódómu Reykjavík sem kom út árið 1992 eftir Óskar Jónasson.
Sódóma Reykjavík snýst um Axel, sem er töffari á tvítugsaldri, og leit hans að fjarstýringu sem var stolið úr íbúð móður hans. Á meðan á þessari leit stendur gerist ýmislegt spennandi og Axel kynnist fullt af áhugaverðufólki, auk þess sem hann lendir í allskonar klandri.
Sýningar verða haldnar í Félagsheimilinu í Aratungu, Bláskógabyggð fimmtudaginn 2. mars kl 20:00, föstudaginn 3. mars kl 20:00, laugardaginn 4. mars kl 14:00 og lokasýningin verður þann 4. mars kl 20:00. Miðasala fer í gegnum helgamj.04@ml.is og mariasi.04@ml.is.