-3.4 C
Selfoss

Krílasálmar í Selfosskirkju

Börn eru tónelsk að eðilisfari en að syngja fyrir lítil börn eykur einbeitingarhæfileika þeirra og ýtir undir tilfinninga-, og hreyfiþroska. Sönghæfileikar skipta þar engu máli. Raddir foreldranna er það fyrsta sem ungbörn læra að þekkja. Börnin tengja raddir foreldra sinna við öryggi og það veitir þeim mikla ánægju að heyra í þeim.

Krílasálmar er tónlistarnámskeið í Selfosskirkju fyrir foreldra og börn þeirra á aldrinum 3ja til 12 mánaða. Á námskeiðinu er foreldrum kennt hvernig nota má tónlist og söng til að efla tengslin við börnin og örva þroska þeirra. Á námskeiðinu er stuðst við tónlistararf kirkjunnar en jafnframt eru sungnar þekktar vísur, leikið á bjöllur og spilað á hristur. Það verður einnig dansað, notast við slæður, blöðrur og sápukúlur til að örva öll skynfæri barnanna.

Námskeiðið er fjögur skipti, frá 19. febrúar til 12. mars, og fer fram á sunnudögum kl. 9:30-10:10 á baðstofulofti Selfosskirkju. Kosturinn við þessa tímasetningu er einkum sá báðum foreldrum gefst kostur á að koma á námskeiðið með barninu.

Umsjón með námskeiðinu hefur Sjöfn Þórarinsdóttir, æskulýðsfulltrúi kirkjunnar.

Ekkert þátttökugjald er fyrir námskeiðið en takmarkaður sætafjöldi er í boði. Nauðsynlegt er því að skrá sig til að tryggja sér sæti. Skráning fer fram í gegnum heimasíðu kirkjunnar.

Fleiri myndbönd