1.7 C
Selfoss

Stöndum vörð um veitur Árborgar

Arnar Freyr Ólafsson
Arnar Freyr Ólafsson

Undanfarnar vikur hafa verið viðburðaríkar í rekstri bæjarfélagsinsþar sem aðstæður eru krefjandi í jafn viðamikilli uppbyggingu og hér fer fram. Við þær aðstæður er rætt um að velta við öllum steinum. Í þeirri einföldu yfirlýsingu er margt sem liggur undir. Að velta við hverri krónu í rekstri sveitarfélagsins  og skoða og meta allar eignir bæjarfélagsins. . Ein eign hefur komið oftar til umræðu en undirritaður kærir sig um. Selfossveitur. Hvernig væri að skoða sölu á veitum?

Á Sveitarfélag að vera að ómaka sig við að reka veitufyrirtæki?

Meginástæðan er sú að okkur hefur tekist ágætlega til með rekstur á veitunum undanfarin ár. Svo ágætlega að afkoman hefur ítrekað verið tekin frá Selfossveitum og notuð í til að greiða önnur gjöld. Undirritaður er síður en svo ánægður með þá þróun, því strípun á fé veitnanna hefur komið í veg fyrir viðhald og hamlað vexti þeirra. Til viðbótar hefur tilfærsla fjármagns aukið á skuldir Selfossveitna að óþörfu.

Einangra þarf Selfossveitur, fráveitu og kaldavatnsveitu frá bæjarsjóði

Endurskipulagning á rekstri Árborgar er óumflýanlegur. Eftirlitsnefnd með fjármálum sveitarfélaga mun knýja á um endurskipulagningu rekstrar því skuldaviðmið Árborgar er komið yfir hámarksviðmið. Það er þegar skuldir eru meira en 150% af heildartekjum hvers árs. KPMG sér um ráðgjöf til sveitarfélagsins.

Telur undirritaður líklegt að þessari lausn hafi verið velt upp við núverandi meirihluta í greiningum þeirra.

Einkaaðliar væru mjög ánægðir með að sjá um þetta fyrir okkur. Enda eru tekjur öruggar, stöðugar og án áhættu. Allir þurfa heitt og  kalt vatn og fráveitu. Aðeins má undanskilja kalda vatnið því opinberum aðilum er skylt að veita þá þjónustu. Hinsvegar, þá telur undirritaður eðlilegt að þessari þjónustu sé komið fyrir í einu fyrirtæki sem er aðskilið frá bæjarsjóði. Breyta mætti samþykktum þannig að millifærslur á féi séu óheimilar og verðleggja megi þjónustuna til að standa undir þjónustu, viðhaldi og þróun rekstrar.

Stöndum vörð um Mjólkurkúna

Við viljum að það komi skýrt fram að Framsókn í Árborg er andvíg því að selja að hluta eða í heilu lagi veitur Árborgar. Eign veitna er mikið öryggisatriði fyrir íbúa Árborgar og að sveitarfélagið stjórni þróun og starfsemi slíkra grundvalllar innviða. Jafnframt erum við andvíg útvistun á hluta af þjónustu þeirri sem þessi fyrirtæki sinna nú um stundir. Málið var tekið fyrir á almennum félagafundi Framsóknarfélgs Árborgar hvar einróma andstaða var við tilfærslu á eignarhaldi veitna Árborgar.

Arnar Freyr Ólafsson
bæjarfulltrúi Framsóknar í Árborg

Nýjar fréttir