-8 C
Selfoss

Mótatímabilið hafið

Mótatímabili í hópfimleikum var blásið af stað með pompi og prakt þar sem fyrri hluti GK móts fór fram í fimleikahúsi Fjölnis um liðna helgi, 4-5 febrúar. Keppt var í 5 flokk, 4 flokk og KK yngri. Fimleikadeild Selfoss sendi 5 lið til keppni og erum við afar stolt af yngstu iðkendum okkar og þjálfurum.

Lið í 5 flokki eru börn sem eru að stíga sín fyrstu skref í keppni í hópfimleikum og þar er ekki keppt til verðlauna heldur fá öll lið viðurkenningu fyrir góðar æfingar.

Lið í 4 flokki kepptu í þremur deildum A,B og C deild eftir deildarskiptingu á haustmóti. Selfoss átti eitt lið í A deild sem hafnaði í 4 sæti og annað lið í B deild sem hafnaði í 3 sæti.

Lið KK yngri samanstendur af drengjum á aldursbilinu 9 – 12 ára. Þeir sýndu flottar æfingar og höfnuðu í 5 sæti.

Um næstu helgi fer seinni hluti GK mótsins fram ásamt Mótaröð 2 en mótið verður haldið á Akranesi. Mótaundirbúningur og góð stemning er því í fimleikahúsinu þessa dagana.

Áfram Selfoss!

UMF Selfoss

Fleiri myndbönd