-8.9 C
Selfoss

Fundu heitt vatn við bakka Ölfusár

Á undandförnum misserum hafa Selfossveitur í samvinnu við ISOR og Ræktunarsamband Flóa og Skeiða unnið ötulega að jarðhitarannsóknum og sem dæmi voru 10 rannsóknarholur boraðar árið 2022.

Með þessu rannsóknum hafa safnast mikilvægar upplýsingar um hvar nýtilegan jarðhita megi mögulega finna og ekki síst hvar fýsilegt sé að sækja frekar fram. Jarðhitaleit er í eðli sínu tímafrek, kostnaðarsöm og henni fylgir alltaf nokkur óvissa.

Það er því ávallt fagnaðarefni þegar vísbendingar fást um að jarðhitaleit gæti verið að skila árangri. Á dögunum var borað niður á heitt vatn í holu SE-40 sem er staðsett norðanmegin við bakka Ölfusár. Fyrstu vísbendingar benda til að þarna sé heitt vatn í vinnanlegu magni en framundan eru aðgerðir til að tryggja holuna sem vinnsluholu og gera frekari prófanir á mögulegri vinnslugetu.

Á þessu stigi málsins er ekki vitað með vissu hversu mikið er hægt að vinna úr holunni en starfsmenn Selfossveitna munu vinna þetta áfram á næstu vikum í samvinnu við ráðgjafa og verktaka.

Fleiri myndbönd