1.1 C
Selfoss

Appelsínugult Ísland 2023?

Enn ein veðurviðvörunin hefur verið gefin út af Veðurstofu Íslands þennan stormasama vetur. Klukkan 6 í fyrramálið tekur gildi appelsínugul viðvörun fyrir Suðvesturland og Faxaflóa. Sunnan 20-28 m/s og vindhviður staðbundið yfir 40 m/s. Mikil úrkoma, slydda eða snjókoma og takmarkað skyggni en sú viðvörun stendur til 9:30.

Klukkan 7:30 nær viðvörunin til Suðausturlands með sunnan 23-28 m/s og talsverðri snjókomu. Mjög snarpar vindhviður við fjöll, staðbundið yfir 40 m/s. Viðvörunin fyrir Suðausturland gildir til 12:30.

Fólki er bent á að tryggja muni utandyra og að ekkert ferðaveður verði á meðan veðrið gengur yfir.

Fleiri myndbönd