3.9 C
Selfoss

Tacogratín með pikkluðum rauðlauk

Gunndís Eva Einarsdóttir er sunnlenski matgæðingurinn að þessu sinni.

Ég byrja að sjálfsögðu á því að þakka Írisi vinkonu minni kærlega fyrir að skora á mig.

Við fjölskyldan erum búsett í Svíþjóð og hér ertu ekki maður með mönnum nema hafa taco í kvöldmat á föstudögum. Því fannst mér við hæfi að bjóða ykkur upp á eina einfalda og fjölskylduvæna uppskrift af tacogratíni með pikkluðum rauðlauk.

Pikklaður rauðlaukur

½ dl borðedik
1 dl sykur
1 ½ dl vatn
1 rauðlaukur

Gott er að byrja á rauðlauknum því hann verður að fá að standa í leginum í a.m.k. 1 klst.

Hrærið borðedik, sykur og vatn saman þar til sykur leysist upp. Skerið rauðlaukinn í þunnar sneiðar, heilar sneiðar og losið þær í sundur. Leggið þá laukinn í lögin og leyfið að standa í 1 klst.

Tacogratín

500 gr nautahakk
1 msk smjör til steikingar
1 poki af taco kryddblöndu
1 dós salsasósa (230g)
2 dl sýrður rjómi
3 dl rifinn ostur
250 g kokteiltómatar
½ dl jalapeno (má sleppa)

Stillið ofninn á 175°.

Steikið hakkið á pönnu í smjörinu. Þegar hakkið að farið að brúnast bætið þá kryddblöndunni við og steikið örlítið til viðbótar. Hellið þá salsasósunni saman við og leyfið að malla í örfáar mínútur.

Setjið hakkblönduna í eldfast mót og setjið sýrða rjómann yfir og stráið yfir rifna ostinum, tómötunum og jalapeno.

Bakið í miðjum ofninum í u.þ.b 30 mín.

Berið fram með pikklaða rauðlauknum, nachos flögum, kóríander og fersku salati.

Að lokum vil ég skora á vinkonu mína og fellow Einarsdóttur, Hildi Öder að bjóða upp á eitthvað gott í næstu viku.

Fleiri myndbönd