1.7 C
Selfoss

Takk fyrir liðlegheitin

Mig langar að hrósa rekstraraðilum Shellskálans í Hveragerði  (Villa og fjölsk.) fyrir jákvæða og snara þjónustu. Þeir „redda“ bókstaflega öllu með brosi  fyrir utan það að við eldri borgarar fáum góðan afslátt.

Nefni hér eitt gott dæmi um liðlegheitin: Eitt sinn vantaði mig sérstakan skrúflykil fyrir þvottavélafætur og Villi yngri gróf niður í neðstu einkaskúffu til þess að leita fyrir mig en fann reyndar ekki réttan lykil.  Svo koma þeir þjótandi óbeðnir ef maður á í einhverjum vandræðum með setja loft í dekk. Það er „allt“ „ekkert“ mál hjá þessum lipru mönnum.

Sesselja Guðmundsdóttir
Hveragerði

Fleiri myndbönd