Bjartmar og Bergrisarnir verða með tónleika á Sviðinu á Selfossi laugardaginn 4. febrúar nk.
Á liðnu ári voru Bergrisarnir með fjölda tónleika fyrir fullu húsi og gífurlega góðri stemningu. Í tilefni afmælistónleika Bjartmars sem haldnir voru í Háskólabíó, Höllinni í Vestmannaeyjum á Goslokahátíð, Græna hattinum á Akureyri í tvígang, Ljósanótt í Reykjanesbæ, Grindavík og Bæjarbíó þar sem þeir héldu tvenna tónleika og Hljómahöll í Reykjanesbæ.
Bjartmar og Bergrisarnir gáfu út 4 ný lög á síðasta ári, “Á ekki eitt einasta orð” og “Af því bara” sem hafa hlotið afburða vinsælda ásamt “Bergrisablús” og “Ljós”. Nú á nýhöfnu starfsári hljómsveitarinnar mun hún halda tónleika víða um land og gefa út fleiri lög.
Fyrstu tónleikar ársins verða haldnir á Sviðinu á Selfossi en Bjartmar og Bergrisanir hafa ekki verið með tónleika á Selfossi áður svo eftirvæntingin er mikil.
Hljómsveitina skipa ásamt Bjartmari: Júlíus Freyr Guðmundsson á bassa, Birkir Rafn Gíslason á gítar, Daði Birgisson á hljómborð og Arnar Gíslason á trommur.
Miðasala er hafin á tix.is.