3.9 C
Selfoss

Pastaréttur að hætti Írisar

Vinsælast

Íris Bachmann Haraldsdóttir er sunnlenski matgæðingur vikunnar.

Vill þakka Guðbjörgu vinkonu fyrir að benda á mig! En þessi pastaréttur hefur verið mjög vinsæll á heimilinu, þannig vonandi munu fleiri njóta góðs af 🙂 

Pastaréttur

  • Hakk 
  • Pasta 
  • 1 kotasæla 
  • Rúmlega 1/2 sweet chili rjómaostur 
  • Smá steviu-tómatsósa 
  • Sveppir, laukur, paprika og tómatar (eða það grænmeti sem ykkur þykir gott)
  • Krydd: Salt, pipar, hvítlauks blanda og basil 
  • Steiki hakkið á pönnu og krydda og sýð pastað. 

Blanda svo grænmetinu við hakkið. Þegar þetta er allt mall-að saman þá set eg kotasæluna á pönnuna, sweet chili rjomaostinn og set síðan tómatsósuna útí. Mer finnst best að setja tómatana síðast úti allt mixið á pönnunni og krydda svo með basil og leyfi þessu að malla bara á mjög láum hita, rétt á meðan ég tek pastað úr pottinum og blanda því úti hakk blönduna. Bæti oftast smá tómatsósu yfir allt og blanda öllu vel saman. 

Ég elska svo að setja smá spínat og litla bita af gúrku ofaná pastað þegar það er komið í skálina.

En ég vill skora á eina af mínum bestu og ofurmömmuna Gunndísi Evu Einarsdóttur.

Nýjar fréttir