-3.2 C
Selfoss

Miðbar og Sviðið hýsa HM stofuna á Selfossi

HM stofan á Selfossi verður hýst af Miðbar og Sviðinu en handboltadeild Umf. Selfoss og Friðriksgáfa ehf. sem rekur Sviðið og Miðbar hafa nýverið gert með sér samstarfssamning. „Miðbar er íþróttabar og því kjörið fyrir Selfyssinga og nærsveitunga að koma til okkar og horfa á leiki. Við verðum með allskonar viðburði í kringum HM og sérstakan HM matseðil og tilboð. Allir leikir íslenska landsliðsins verða sýndir í beinni útsendingu árisaskjám á öllum hæðum Friðriksgáfu og við bjóðum öll velkomin á meðan húsrúm leyfir. Handboltadeild Selfoss ætlar að vera með okkur á þessari HM hátíð og munum við fá góða gesti, verða með uppákomur, leiki og fjör af þessu frábæra tilefni. Í framhaldi munum saman við reyna að fanga stemninguna í handboltanum. Sýnum frá útileikjum handboltaliðs Selfoss, upphitun fyrir heimaleiki og margt fleira. Meira um það síðar. Handbolti er stemnings íþrótt og gaman er þegar við fjölmennum og styðjum strákana okkar saman,“ segir Hlynur Friðfinsson, framkvæmdastjóri Friðriksgáfu.

ÁFRAM ÍSLAND !

Fleiri myndbönd