1.1 C
Selfoss

Stormur, asahláka og talsverð rigning framundan

Veðurstofa Íslands hefur gefið út gula viðvörun fyrir allt landið vegna lægðar sem boðar komu sína um 5 leytið í fyrramálið. Búist er við suðaustan hvassviðri eða stormi, 15-23 m/s. Sums staðar snjókomu, einkum á fjallvegum. Hlýnar síðan og fer að rigna á láglendi, hlýnar síðar á fjallvegum.

Á vef Veðurstofunnar segir einnig að lægðinni fylgi sunnan 10-15 m/s og stundum talsverð rigning og að hiti fari upp í 5 til 9 stig frá því um klukkan 11 á föstudagsmorgun og muni standa í tæpan sólarhring. Búast má við talverðu afrennsli vegna úrkomu og snjóbráðnunar og vexti í ám og lækjum. Ísilagðar ár geta rutt sig og fólk er hvatt til að sýna aðgát vegna þess. Hyggilegt að huga að niðurföllum til að vatn komist leiðar sinnar í fráveitukerfi og forðast vatnstjón. Flughálka er líkleg til að myndast á blautum klaka.

Vegfarendur eru hvattir til að fylgjast vel með veðri og færð á síðu Vegagarðarinnar varðandi Hellisheiði, Þrengsli og Mosfellsheiði en þar getur færð spillst og vegir gætu jafnvel lokað um tíma í fyrramálið á bilinu 05:00-10:00.

Fleiri myndbönd