-6.6 C
Selfoss

Rauðrófu salat með furuhnetum, granataepli, klettasalati og gráðosti.

Ragna Valdís Sigurjónsdóttir er sunnlenski matgæðingurinn að þessu sinni.

Hér fáið þið innsýn í mitt allra uppáhalds meðlæti sem virkar með flest öllum mat og eitt og sér.

Dugar fyrir 4-6 manns.

3 rauðrófur ferskar.
1 granataepli.
1 poki furuhnetur.
1 poki af klettasalati.
1 kubbur af gráðost.

Penslið rauðrófurnar með olíu, stráið salti yfir og setjið í álpappír. Bakið rauðrófurnar við 180 gráður inn í ofni í c.a 60-90mín eða þanngað til þær eru orðnar mjúkar í gegn. Kælið rauðrófurnar og skrælið svo. Skerið rauðrófurnar í meðalstóra kubba og bætið við ólífu olíu, salt og pipar og smá edik. Furuhneturnar eru létt ristaðar á pönnu og bætt við rauðrófurnar. Í lokin er bætt við granataepli, klettasalati og gráðost. Öllu blandað vel saman og borið fram á borð.
Það virkar í rauninni hvaða ostur sem er í þetta salat en best er að hafa bragðmikin ost t.d geitaostur eða fetaost.

Mæli hiklaust með að prófa þetta salat og ekki skemmir fyrir hvað rauðrófur eru hollar.

Verði ykkur að góðu.

Anna María Friðgeirsdóttir er án efa einn mesti matgæðingur sem ég þekki og skora ég því á hana að koma með gúrme uppskrift fyrir okkur í næsta blaði.

Fleiri myndbönd