Uppskeruhátíð frístundar- og menningarnefndar var haldin hátíðleg 29. desember síðastliðinn. Hátíðin var haldið á Hótel Selfossi og mætti fjöldi fólks til þess að styðja við og fagna með öllu því flotta íþróttafólki sem er í Árborg.
Athöfnin hófst á setningarræðu Kjartans Björnssonar, formanns frístundar- og menningarnefndar. Veittar voru viðurkenningar til þeirra sem hafa fengið íslandsmeistara og bikarmeistara titil á árinu og ljóst var að Árborg er rík af meisturnum þar sem að um hundrað viðurkenningar voru veittar. Hvatningarverðlaun voru veitt að venju og þau hlaut heilsuefling eldri borgara.
Á þessari uppskeruhátíð er venjan að krýna íþróttafólk Árborgar. Að þessu sinni voru 23 efnilegir einstaklingar tilnefndir. Sérstök valnefnd kaus í kjörinu með 80% vægi á móti netkostningu. Góð þátttaka var í netkosningunni en um 2000 atkvæði bárust inn. Eva María Baldursdóttir, frjálsíþróttakona frá UMF. Selfoss var kjörin íþróttakona ársins og Aron Emil Gunnarson, kylfingur úr Golfklúbbi Selfoss var kjörinn íþróttamaður ársins.