-4.4 C
Selfoss

Jónas Sig og Áslaug taka við rekstri Blómaborgar

Vinsælast

Samkvæmt tilkynningu sem Blómaborg sendi frá sér fyrir skemmstu mun fjölskylda Jónasar Sig og Áslaugar Hönnu Baldursdóttur taka yfir rekstur Blómaborgar nú um áramótin en húsnæðið hefur verið til sölu í meira en 5 ár.

„Áfram notaleg verslun og nærandi viðburðamistöð“

„Við höfum keypt húsnæðið og erum full af tilhlökkun að takast á við það spennandi verkefni að koma okkur fyrir og læra inn á reksturinn. Við ætlum okkur ekki að fara í stórfelldar breytingar til að byrja með heldur stefnum á að fara af stað í rólegheitum og ná tökum á rekstrinum með tímanum. Okkar markmið verður að byggja á þeim góða grunni sem þegar er til staðar og þróa áfram með það að markmiði að Blómaborg verði áfram hlýleg verslun og nærandi viðburðarmiðstöð í hjarta bæjarins sem heldur tryggð við söguna og gróðurhúsafílinginn,“ segir í tilkynningunni.
Þau ætla rólega af stað og verður opnunartíminn styttri á meðan þau koma versluninni í gang. „Í dag, 30. des er lokað frá 13:00 og við opnum síðan aftur þriðjudaginn 3. janúar 2023 klukkan 13. Við stefnum svo á að hafa opið frá 12 til 16 alla daga vikunnar til 15. febrúar. Eftir það stefnum við á opnunartíma frá 12 til 18 alla daga vikunnar,“ segja Jónas og Áslaug að endingu.

Nýjar fréttir