2.8 C
Selfoss

Ómar Ingi Magnússon er Íþróttamaður ársins

Selfyssingurinn Ómar Ingi Magnússon var í kvöld kjörinn Íþróttamaður ársins, annað árið í röð, af samtökum íþróttafréttamanna. Ómar sigraði með miklum yfirburðum með 615 atkvæði. Í öðru sæti var knattspyrnukonan Glódís Perla Viggósdóttir með 276 atkvæði og handboltamaðurinn Gísli Þorgeir Kristjánsson var í þriðja sæti, þremur atkvæðum á eftir Glódísi. Frá upphafi kjörsins hefur aldrei munað meira á fyrsta og öðru sæti.

Ómar Ingi spilar handbolta með Magdeburg í Þýskalandi og varð þýskur meistari og heimsmeistari félagsliða með Magdeburg og var valinn markakóngur þýsku deildarinnar fyrr á árinu. Hann lét sér ekki duga að verða markakóngur þýsku deildarinnar, heldur bætti hann um betur og varð markakóngur EM með íslenska landsliðinu að auki, með 59 skoruð mörk en liðið endaði í 6. sæti á mótinu.

Hann hélt sigurför sinni áfram þegar hann var valinn besti leikmaður ársins í þýsku úrvalsdeildinni í handbolta í júní. Ómar fékk 65,26% atkvæði á meðan næstu menn á eftir honum voru með sitthvor 10% atkvæða.

Fleiri myndbönd