Á morgun, fimmtudaginn 29. desember fer fram uppskeruhátíð frístundar- og menningarnefndar Árborgar. Hátíðin verður á Hótel Selfossi klukkan 19:30. Á hátíðinni verður tilkynnt um hver verða íþróttakona- og karl árborgar 2022. Alls eru 23 efnilegir einstaklingar tilnefndir. Einnig verða veittar viðurkenningar fyrir góðan árangur í íþróttum á árinu sem er að líða auk hvatningarverðlauna.
Á uppskeruhátíðinni verða að auki tónlistaratriði og boðið verður upp á kaffiveitingar.