-2.2 C
Selfoss

Gul viðvörun á miðviku- og fimmtudag

Samvæmt tilkynningu frá lögreglunni hefur rýmingu tveggja húsa við Höfðabrekku í Mýrdal vegna yfirvofandi snjóflóðahættu verið aflétt. Lögregla biður fólk hinsvegar að gæta að sér á ferðum sínum undir bröttum hlíðum næstu daga því úrkoma hér á Suðurlandinu hefur verið það mikil að víða getur verið hætta á að spýjur hlaupi fram, einkum í fjalllendi.   Á vef safetravel.is er að finna leiðbeiningar um ferðalög undir bröttum hlíðum og í fjallendi.

Gul viðvörun vegna veðurs er nú í gildi á Suðausturlandi og aftur á miðvikudag og fimmtudag.

Snjór er á vegum um allt vestanvert Suðurland og nú snjóar austar.  Mikilvægt er fyrir ferðalanga að kynna sér upplýsingar um færð og veður og gæta þess að ökutækin sem farið er á séu búin til vetraraksturs.  Þá er líka mikilvægt að hafa í huga að hversu vel búinn sem bíllinn er þá þarf skyggni að vera þannig að ökumaður sjái alltaf í tæka tíð ef einhver eða eitthvað er á vegi framundan.   Því miður eru dæmi, m.a.s. nýleg, um að ekið hafi verið á gangandi vegfarendur þar sem þeir voru að vinna að því að losa ökutæki sem stóðu föst á vegi.

Förum varlega í umferðinni og njótum jólahátíðarinnar.

Fleiri myndbönd