7.3 C
Selfoss

Endurmenntun á fagsviðum Græna geirans

Bændasamtök Íslands og Fjölbrautaskóli Suðurlands – Garðyrkjuskólinn á Reykjum (Endurmenntun Græna geirans) hafa gert með sér samkomulag um samstarf í fræðslu á sviði garðyrkju, umhverfismála og skógræktar.

Í samkomulaginu felst að Endurmenntun Græna geirans heldur námskeið á ofangreindum fagsviðum í samstarfi við BÍ og deildir innan BÍ tengdar græna geiranum. Markmiðið er að stuðla að sí- og endurmenntun bænda með námskeiðahaldi og fjölbreyttri fræðslu, bæði með stökum námskeiðum og námskeiðaröðum.

Gunnar Þorgeirsson, formaður Bændasamtakanna og Olga Lísa Garðarsdóttir, skólameistari FSu hittust á Selfossi og skrifuðu undir samkomulagið.

Fleiri myndbönd