-0.5 C
Selfoss

Listasafn Árnesinga gefur skólum fræðsluefni

Listasafn Árnesinga gaf grunnskólum Árnessýslu vandað fræðsluefni á dögunum. Fræðsluefnið, sem er á vegum safnsins, er í tengslum við yfirstandandi sýningu safnsins, Summa & Sundrung. Verkin á sýningunni eru aðallega vídeó verk eftir listamennina Steinu og Woody Vasulka og Gary Hill sem eru miklir frumkvöðlar vídeólistar og einir fremstu listamenn okkar samtíma á því sviði. Fræðsluefnið stendur þó einnig eitt og sér og auðvelt er að nýta það í kennslu innan skólastofunnar.

Efnið sem um ræðir fjallar m.a. um listamennina Steinu og Woody Vasulka og tilraunakenndar aðferðir þeirra við vídeólist, margbreytileg verk þeirra og ævintýralegan feril.

Auk þess er greint frá aðferðafræði vídeólistar, sjónbrella, tækni og upphaf þessarar listastefnu sem hóf sig til flugs á sjöunda áratugnum.

Von Listasafnsins er að fræðsluefnið kveiki í áhuga skólana til að fræðast um þessa stórbrotnu listamenn og að nemendur fái tækifæri á því gera sjálf tilraunir með ýmsa tækni og aðferðir við að búa til vídeólist.

Listasafn Árnesinga leggur ríka áherslu á virkt og gott samstarf með skólum í Árnessýslu, hvort sem það er að fá skólahópa í heimsókn á safnið til að fræðast um yfirstandandi sýningar, sögu Listasafnsins eða miðla fræðsluefni.

Verkefnið var styrkt af Uppbyggingarsjóði Suðurlands.

Fleiri myndbönd