-10.3 C
Selfoss

Allt að fimmtán stiga frost næstu daga

Samkvæmt Veðurstofu Íslands erum við hvergi nærri laus við kuldabola sem virðist ætla að gera sig heimankominn áfram út næstu viku. Hæð yfir Grænlandi er þaulsetin og á stærstan þátt í að beina köldu heimskautalofti yfir til okkar.

Á morgun, föstudag er spáð allt að 15 stiga frosti í uppsveitum auk vindkælingar.

Á laugardag er útlit fyrir lítils háttar snjókomu á fjöllum og inn til landsins svo það lítur út fyrir að við eigum enn von um hvít jól hér á Suðurlandinu.

Fleiri myndbönd