-10.3 C
Selfoss

Álag á Rangárveitum

Veðurspár benda til mikillar kuldatíðar í vikunni ásamt vindi sem mun hafa áhrif á afhendingu á heitu vatni sérstaklega á svæði Rangárveitna. Rangárveitur sjá Rangárþingi ytra, Rangárþingi eystra og Ásahreppi fyrir heitu vatni og munum við þurfa að skerða heitt vatn til ákveðinna stórnotenda þar. Það þýðir að sundlaugarnar á Laugalandi, Hellu og Hvolsvelli verða lokaðar frá og með miðvikudeginum 14. desember á meðan á kuldakastinu varir. Vonandi mun þetta ganga yfir á nokkrum dögum.

Sem fyrr hvetjum við fólk almennt, en þó sérstaklega á svæði Rangárveitna, til að fara vel með heita vatnið, ekki kynda híbýli sín óþarflega mikið og hafa glugga lokaða.

Fleiri myndbönd