-9.4 C
Selfoss

Jólasveinarnir væntanlegir af Ingólfsfjalli

Vinsælast

Laugardaginn 10. desember geta börn og aðrir jólasveinaunnendur glaðst saman í miðbæ Selfoss þegar sjálfir jólasveinarnir mæta til byggða úr Ingólfsfjalli fyrir allra augum í fyrsta sinn síðan heimsfaraldur skall á. Þeir hafa boðað komu sína í miðbæinn á Selfossi þar sem jólastemningin verður í hávegum höfð með tónlistaratriðum og hátíðarbrag

Upphitun byrjar kl. 14 með Þóri Geir og Fannari Frey. Jón Jónsson mætir svo á á svæðið áður en jólasveinarnir koma úr fjallinu kl. 16. Að lokum munu Elísabet Björgvins og Ívar taka falleg jólalög á Brúartorgi. Á sunnudag tekur svo Alexander Olgeirs við ásamt annarri heimsókn frá jólasveinum en þeir, auk einvala liðs tónlistarfólks verða tíðir gestir miðbæjarins fram að jólum svo að öll börn ættu að ná góðri stund með sveinkunum úr Ingólfsfjalli fyrir jól.

Miðbærinn er svo sannarlega kominn í jólabúninginn þar sem jólatónlist hljómar frá morgni til kvölds og er dagskráin á Brúartorgi virkilega flott allar helgar í desember, bæði laugardaga og sunnudaga. Konungskaffi býður upp á útisölu á ilmandi möndlum og heitu kakói og veitingastaðirnir í Mjólkurbúinu bjóða upp á sérstaka jólarétti. Að auki verður fjölbreytt og skemmtileg jóladagskrá á Sviðinu við Brúartorg í desember m.a. Jóli Hólm, Jól & Næs og Stebbi og Eyfi.

Nýjar fréttir