-1.1 C
Selfoss

Skötukvöld í mekka hestamanna

Föstudaginn 9. desember nk. kl. 20 veður blásið að nýju til Skötukvölds í Íþróttahúsinu á Hellu til styrktar reksturs Rangárhallarinnar. Fyrsta Skötukvöldið var haldið á Laugarlandi í desember 2014 og hefur vaxið og dafnað æ síðan. Það hefur verið haldið til styrktar uppbyggingu á Landsmótssvæði hestamanna á Rangárbökkum og hefur munað verulega um þá búbót sem Skötukvöldið hefur lagt til.

Að venju verður margt til skemmtunar á Skötukvöldinu sem nú er haldið eftir hart nær þriggja ára hlé vegna covid. Fannar Jónasson bæjarstjóri í Grindavík verður ræðumaður kvöldsins. BSRB-Leyniskytturnar spila nokkur lög og stjórna fjöldasöng, harmonikkuleikur tekur á móti gestum og hið víðfræga happdrætti verður haldið með pomp og prakt þar sem öll fyrri met verða sleginn í gæði vinninga og seldum miðum. Þá er líklegt að fleiri stígi á stokk og á það eftir að verða mjög skemmtilegt.

Nú ríður á að maður verði manns gaman og að Sunnlendingar mæti á Skötukvöldið. Við erum að fá okkar besta fólk til að elda með okkur skötuna, saltfiskinn og plokkfiskinn sem boðið verðu uppá að ógleymdum ábrysti sem kemur frá Guðna á Helluvaði að venju. Allir gefa vinnu sína við kvöldið, starfsmenn og skemmtikraftar.

Mikilvægt er að tryggja sér miða sem fyrst en gert er ráð fyrir að met mæting verði á Skötukvöldið miðað við áhuga og undirtektir síðustu daga.

Þeir sem vilja tryggja sér miða og sæti á Skötukvöldið geta sent upplýsingar um nafn og kennitölu á póstfang Rangáhallarinnar rangarhollin@gmail.com

Fh. undirbúningsnefndar
Ási, Eiríkur, Þröstur, Vilborg, Kristinn, Helga, Gústav, Maggi og fl.

Fleiri myndbönd