-4.4 C
Selfoss

Vel heppnað samtal við íbúa 67 ára og eldri

Sunnudaginn 20. nóvember bauð sveitarfélagið Rangárþing Ytra íbúum 67 ára og eldri til samtals um hvað sem kynni að brenna á þessum hópi íbúa. Sveitarstjóri Jón G. Valgeirsson ásamt fulltrúum sveitarstjórnar og nefnda sveitarfélagsins voru á staðnum og til viðtals. Jón Ragnar Björnsson fulltrúi í jafnréttis-, atvinnu- og menningarnefnd stýrði viðburðinum. Rithöfundarnir okkar þær Harpa Rún Kristjánsdóttir og Fanney Hrund Hilmarsdóttir sögðu frá sínum störfum ásamt því að Gísli Stefánsson og Grétar í Ási voru með tónlistaratriði. Kvenfélagið Unnur sá um kaffiveitingar.

Það sem fram kom að brynni á fólki var eftirfarandi:

Koma þarf upplýsingum um heimaþjónustu á framfæri með skýrari hætti, hvar sækir fólk um og hvað er í boði ?

Rætt var um snjómokstur úr heimkeyrslum, hvaða reglur væri í gangi varðandi það.

Hvatning um að fjölga bekkjum í þorpinu og að þess væri gætt að ekki væri of langt á milli bekkja.

Ósk um að settur verði sturtustóll í karlaklefa sundlaugarinnar á Hellu og eins bæta aðgengið að klefum og sundlaug fyrir þá sem eiga erfitt með gang.

Huga þarf að gangstéttum við nýjar götur í Ölduhverfi m.t.t. hæðarmismunar á götu / innkeyrslum.

Fleiri myndbönd