-0.5 C
Selfoss

Falin perla fyrir listunnendur

Hjónin María Ólafsdóttir og Eggert Kristinsson eru listafólk sem fluttu á Selfoss fyrir fjórum árum síðan. Á heimili þeirra í Laxalæk 36 er falin perla fyrir listunnendur en þar eru þau með gallerí þar sem má finna mikið úrval af málverkum, leirmunum, skartgripum og fleira. Eggert og Maja, eins og María er gjarnan kölluð, eru annáluð fyrir að taka sérstaklega vel á móti gestum í galleríið á heimili þeirra, sem þykir alveg einstaklega fallegt og rúmar vel hópa.

María Ólafsdóttir er listmálari og leirlistakona og hefur af ástríðu fengist við list sína um árabil. Hún átti og rak Gallerí Thors í Hafnarfirði og hefur verið með verk sín á ýmsum sýningum. Eggert Kristinsson er gullsmiður og listmálari og hafa skartgripirnir hans vakið eftirtekt, en hver og einn er einstakur og með mikinn karakter.
Opið verður í EM heimagallerí á aðventunni á milli kl. 14-18 eftirfarandi daga
Fös. 2. des,
Lau 3. des
Fim. 8. des
Fös 9. des
Lau 10. des
Fim. 15. des
Fös. 16. des 
og eftir samkomulagi í síma 694-6677 og 696-1108. 
Sjón er sögu ríkari.
 
Hægt er að fylgjast með EM heimagallerí á facebook og instagram

Fleiri myndbönd