-6.6 C
Selfoss

ILVA opnar verslun á Selfossi

Í gær opnaði danska verslunarkeðjan ILVA veglega húsgagnaverslun á Selfossi, en verslunin er sú þriðja hérlendis.

Ásdís Ýr Aradóttir, verslunarstjóri var kát í bragði þegar blaðamann bar að garði á opnunardegi verslunarinnar. „Það hefur gengið rosalega vel að koma öllu af stað, við höfum verið með frábært fólk með okkur við að standsetja allt hér undanfarnar vikur. Það var fullt af fólki mætt tíu mínútur í ellefu í morgun og beið við hurðina, það er greinilegt að það hefur verið mikil eftirvænting fyrir opnun verslunarinnar. Það er búin að vera brjáluð traffík á planinu síðustu tvær vikur, fólk að keyra framhjá og kíkja í gluggana sem okkur finnst alveg æðislegt. Við verðum með tax free opnunartilboð næstu daga og hlökkum til að taka á móti Sunnlendingum í jólatraffíkinni.“

„Það hefur blundað í okkur í svolítinn tíma að opna verslun á Selfossi og við kýldum á þetta núna í september því við höfum fundið svo mikinn áhuga frá fólki á svæðinu í gegnum vefverslunina okkar, á öllu Suðurlandi. Okkur fannst alveg tilvalið að opna hérna minni búð en með mjög gott vöruúrval. Við verðum með smellt og sótt, svo ef varan er ekki til á Selfossi getur fólk verslað á netinu og nálgast vöruna hérna. Við erum mjög spennt fyrir þessu og höfum fengið frábærar viðtökur frá heimafólki,“ segir Jóna Dóra Ásgeirsdóttir, rekstrarstjóri ILVA.

Fleiri myndbönd