Í tilefni af 30 ára afmæli Hamars ákváðu nokkrir aðilar í Hveragerði að vinna að því að útbúa og gefa Íþróttafélaginu Hamri stuðningsmannalag sem væri hægt að nota í öllu starfi félagsins til að efla andann og samvinnu.
Lagið var afhent og gefið félaginu í nafni styrktaraðila sem stóðu á bak við verkefnið, Dvalarheimilið Ás, Kjörís og Hallgrímur Óskarsson.
Flytjendur Hamars-lagsins eru: Magnús Kjartan Eyjólfsson og Unnur Birna Björnsdóttir ásamt Karlakór Hveragerðis og Kirkjukór Hveragerðiskirkju
Höfundur lags: Hallgrímur Óskarsson
Höfundar texta: Stefán Hilmarsson og Hallgrímur Óskarsson