Guðni Ágústsson boðar til málþings um Njáls sögu í Midgard á Hvolsvelli laugardaginn 19. nóvember næstkomandi klukkan 13.30. Þar verður rætt um gildi sögunnar og hún sett inn í samhengi nútímans. Þeirri spurningu verður velt upp hvernig nota megi söguna til að styrkja ferðaþjónustuna í Rangárþingi. Sögusetrið í Hvolsvelli varðaði leiðina en nú er einkum horft til nýrra sýninga sem miðla sagnarfinum, þar má nefna Landnámssetrið í Borgarnesi sem byggt hefur verið upp af miklum myndarskap á undanförnum árum.
Ísólfur Gylfi Pálmason mun stjórna málþinginu. Guðni Ágústsson setur ráðstefnuna. Framsögur flytja Anton Kári Halldórsson sveitarstjóri, Lilja Dögg Alfreðsdóttir menningarmálaráðherra, Arthur Björgvin Bollason ræðir um Njálu á stafrænni öld, Gunnhildur Edda Kristjánsdóttir segir frá Njálureflinum, Hermann Árnason ræðir ferð Flosa frá Svínafelli á Þríhyrningshálsa og Hjálmar Árnason mælir fyrir minni Jóns Böðvarssonar.
Allt áhugafólk um Njálssögu velkomið.