-5.5 C
Selfoss

Óskar í Hruna sigrar í Blítt og létt

Vinsælast

Það var mikil stemning og gleði þegar söngkeppni Menntaskólans að Laugarvatni, Blítt og létt, var haldin í kvöld. Alls tóku þátt 12 keppendur sem allir stóðu sig með sóma. Einn keppandinn bar af en það var hann Óskar Snorri Óskarsson frá Hruna ásamt hljómsveit sinni Kóma sem báru sigur úr býtum. Þeir tóku gamla Hljómaslagarann Lover Man. Pálmi Gunnarsson kynnti sigurvegararann fyrir hönd dómnefndar.

Í öðru sæti var Kolfinna Sjöfn Ómarsdóttir sem flutti lagið Runnin´með Beyoncé og í þriðja sæti var Hákon Kári Einarsson sem flutti lagið Slow Dancing in a Burning Room eftir John Mayer. Verðlaun fyrir skemmtilegasta atriðið fékk Teitur Snær Vignisson ásamt diskóbandinu Aðeins meira diskó, þeir fluttu More Than a Woman með Bee Gees.

Nýjar fréttir