-6.7 C
Selfoss

Gott samstarf, gulli betra

Hestamannafélagið Sleipnir og Landsbankinn hafa gert með sér styrktarsamning sem felur í sér stuðning við íþróttastarf félagsins.

Sleipnir heldur úti öflugu æskulýðsstarfi auk þess að bjóða upp á hestaíþróttir allt árið fyrir börn og unglinga sem vilja kynnast íþróttinni, þar fer fram þjálfun og kennsla á faglegum grunni þar sem metnaður er lagður í að kenna rétta nálgun og reiðmennsku frá byrjun.

Félagið á þrjá knapa í A-landsliðinu og þrjá knapa í U21 landsliðinu. Allt starf félagsins byggir á sjálfboðastarfi og afar mikilvægt að hafa styrktaraðila eins og Landsbankann.

Fleiri myndbönd