Evrópumeistaramót Smáþjóða (GSSE) í júdó fór fram í Lúxemborg þann 5. nóvember sl. Þetta var í fyrsta skipti sem mótið var haldið og því voru fyrstu Evrópumeistarar Smáþjóða krýndir þar. Egill Blöndal sem er þjálfari og iðkandi hjá Júdódeild Selfoss vann til gullverðlauna í -90kg flokki sem er talinn einn erfiðasti flokkurinn í júdó. Mætti hann Raphael Schwendinger frá Lichtenstein í úrslitum. Egill glímdi af miklu öryggi og náði að tryggja sér sigur með armlás þegar um það bil þrjár mínútur voru liðnar af glímunni
Íslenskir keppendur voru alls tíu á mótinu. Fimm í karlalandsliði og fimm unglingalandsliði U18. Í karlaflokki var það árangur Egils Blöndal og Karls Stefánssonar sem stóð upp úr, en báðir unnu til gullverðlauna.