-6.7 C
Selfoss

Ljósahátíðin í Laugarási

Klukkan 17. í dag verður kveikt á ljósunum á fallegu brúnni í Laugarási og sungin nokkur lög. Eftir athöfina verður gengið yfir í Slakka þar sem boðið verður upp á kaffi, kakó og vöfflur með sultu og rjóma. Fríar veitingar ásamt sælgæti og ís fyrir börnin í boði sveitarfélagsins.

„Öll velkomin! Gleðjumst saman á síðasta degi októbermánaðar og fögnum vetrinum framundan. Gaman væri ef fólk mætti með lukt eða ljósker,“ segir í tilkynningu frá Menningarnefnd Bláskógabyggðar.

Fleiri myndbönd