1.7 C
Selfoss

Mögnuð þrívíddarupplifun á Selfossi

Martina Guðsteinsson er listamaður mánaðarins í október hjá Gallerý listaseli á Selfossi og framundan er lokahelgi sýningarinnar sem stendur til 31. október.

Martina hefur stundað nám í Myndlistarskóla Kópavogs og Myndlistarskóla Reykjavíkur og hefur málað með olíu síðastliðin 11 ár. Hún er búsett í Hveragerði og er með vinnustofu þar. Martina starfar sem leiðsögumaður og ferðast þess vegna mikið í íslenskri náttúru sem veitir henni innblástur. Á sýningunni býður hún upp á einstaka upplifun þar sem gestum býðst að skoða málverkin í þrívídd með sérstökum þrívíddargleraugum en nánar er fjallað um þá upplifun á heimasíðu Martinu.

Fleiri myndbönd