-7 C
Selfoss

Pakkhúsið býður upp á hópastarf fyrir einmana ungmenni sem vilja styrkja sig félagslega

Pakkhúsið er ungmennahús, ætlað ungmennum á aldrinum 16-25 ára. Hlutverk Pakkhússins er tvíþætt, annarsvegar að bjóða ungmennum upp á frístundir sem hafa forvarnar-, uppeldis- og menntunargildi og tekur mið af aldri þeirra og þroska. Hins vegar er hlutverk þess að bjóða upp á aðstöðu til afþreyingar og samveru með jafnöldrum í öruggu umhverfi. Áhersla er lögð á fjölbreytileikann og að öll upplifi sig velkomin.

Dagbjört Harðardóttir, forvarnarfulltrúi hjá Sveitarfélaginu Árborg heldur utanum starfsemi í Pakkhúsinu.

„Við höfum fundið fyrir því í samfélaginu að það vanti úrræði fyrir þennan aldur, sérstaklega þá fyrir ungmenni sem finna sig ekki annarsstaðar, eru einmanna eða eiga við einhverja félagslega erfiðleika að stríða. Við leggjum mikið upp úr því að vera þetta rólega, góða og örugga umhverfi þar sem öll ættu að geta fundið eitthvað við sitt hæfi. Við erum með tvö opin kvöld í viku, á mánudags- og miðvikudagskvöldum, síðan erum við með ýmiskonar hópastarf. Til dæmis eru þar hlutverkaspilahópur, hinsegin hittingar á fimmtudögum á milli 20-22. Síðan vorum við að byrja með nýtt hópastarf sem er á mánuudögum frá 17-19. Því hópastarfi er beint til þeirra sem upplifa sig einmana og/eða vilja styrkja sig félagslega í öruggu umhverfi. Það er rosalega mikið að gerast í samfélaginu, við erum öll að byggja okkur upp eftir covid og við þurfum að efla virkni, sérstaklega hjá þessum hópi, sem hefur misst mikið útúr og jafnvel einangrast meira en aðrir aldurshópar.“

Dagbjört vill hvetja öll sem gætu haft áhuga á að taka þátt í starfinu til að kíkja í Pakkhúsið. Einnig er hægt að hafa samband og sjá dagskrá á facebook og instagram Pakkhússins.

Fleiri myndbönd