3.9 C
Selfoss

Perlað með Krafti í Sunnulækjarskóla

Kraftur, stuðningsfélag fyrir ungt fólk sem greinst hefur með krabbamein og aðstandendur þeirra, leggur leið sína austur fyrir fjall og ætlar að perla með Selfyssingum og nágrönnum í samstarfi við Krabbameinsfélag Árnessýslu.

Perlað verður í Sunnulækjarskóla á Selfossi á morgun, þriðjudaginn 25. október frá kl. 16:30 – 19:30.

Til stendur að perla nýtt Lífið er núna armband sem fór í sölu 16. maí og verður selt í takmörkuðu upplagi. Öll sem vilja og geta eru hvött til þess að mæta og leggja hönd á perlu. Með því að mæta og perla með Krafti er hægt að styðja við bakið á ungu fólki sem greinst hefur með krabbamein og aðstandendum þeirra. Öll armböndin eru perluð í sjálfboðavinnu og því mikil hugsjón bakvið hvert armband. Allur ágóði af sölu armbandanna rennur til Krafts, en einnig verður hægt að kaupa armböndin á staðnum.

„Þetta er skemmtileg stund fyrir alla fjölskylduna og tilvalið tækifæri að láta gott af sér leiða og að sjálfsögðu verður heitt á könnunni,“ segir Laila Sæunn Pétursdóttir, ein úr Kraftsteyminu.

Fleiri myndbönd